Veggspjaldið
Veggspjaldið er æskilegt að hengja upp áður en fyrsti fundurinn í Aflatún félaginu hefst. Þangað berast svo bréfin frá Loga Aflatún, þ.e. leiðbeinandinn kemur bréfi fyrir í pósthólfinu áður en fundur hefst þegar það á við.
Lykilatriði er að krakkarnir skreyti veggspjaldið, skrifi nöfnin sín á það og geri að sínu á fyrsta fundinum, en leiðbeinandinn þarf að sjá um að prenta út veggspjaldið og útbúa pósthólfið áður en það er hengt upp fyrir fyrsta fundinn í Aflatún félaginu.
Hafi leiðbeinandi aðgang að prentara sem getur prentað í stærð A3 er hægt að hlaða niður veggspjaldi eins og á myndinni hér til hliðar í þeirri stærð hér. Sé það gert þarf aðeins að útbúa vasann á pósthólfið með því að hefta eða líma smærra blað (t.d. í A5 stærð) yfir svæðið sem merkt er PÓSTHÓLF í neðra hægra horni veggspjaldsins þannig að hólf eða vasi verði til.
Hafir þú ekki aðgang að prentara sem getur prentað í stærð A3 eru nokkrir möguleikar í boði. Notaðu stórt blað (t.d. karton pappír) eða límdu saman nokkur A4 blöð til að búa til veggspjaldið. Búðu svo til vasa sem verður pósthólf eins og lýst er hér að ofan. Hér er hægt að hlaða niður Aflatún lógóinu sem prenta má út og líma á veggspjaldið. Hér er svo mynd af Loga Aflatún sem prenta má út og líma á veggpspjaldið sömuleiðis. Sýnishorn af því hvernig veggspjaldið gæti litið út áður en nemendur hefjast handa við að skreyta það er hér til hliðar í smækkaðri mynd.
Veggspjaldið þarf aðeins að mæta þeim grunnkröfum að Aflatún lógóið sé á því og að það hafi einhvers konar pósthólf sem bréfin berist í. Að öðru leyti má láta hugmyndaflugið ráða.